Vilhjálmur Halldórsson hjá danska liðinu Skjern hefur verið kallaður inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta í stað Loga Geirssonar sem er meiddur. Liðið tekur þátt í æfingamóti í Frakklandi um páskana þar sem það mætir Pólverjum, Frökkum og Túnisum.