Góður leikur Woods dugði ekki til 28. mars 2007 17:13 NordicPhotos/GettyImages Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira