Mikil ábyrgð hvílir á dómendum Björn Gíslason skrifar 29. mars 2007 18:41 Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma. Baugsmálið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma.
Baugsmálið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira