Innlent

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori.

Á fundi þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Össurar í Reykjavík í dag var víða komið við. Ekki fékk efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar háa einkunn, en fylgjendur hennar hafa lögnum hamrað á því að vinstri mönnum sé alls ekki treystandi til að fara með efnahagsmál þjóðarinnar.

Kaffibandalagið var myndað fyrir tilstuðlan Ingibjargar Sólrúnar. Það gerðist áður en Vinstri græn mældust með meira fylgi en Samfylkingin og það var líka áður en Frjálslyndir gerðu hömlur á innflutning útlendinga að sínu helsta baráttumáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×