Tvöfaldur sigur McLaren 8. apríl 2007 12:03 Fernando Alonso og Lewis Hamilton fagna sigri sínum í Malasíu í morgun. MYND/Getty Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig. Formúla Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Malasíu í morgun með miklum yfirburðum en félagi hans hjá McLaren, hinn breski Lewis Hamilton, stal senunni með frábærum akstri. Alonso og Hamilton tóku fram úr Felipe Massa strax í fyrstu beygju, en sá brasilíski var á ráspól, og stungu keppinautana frá Ferrari hreinlega af. "Þetta var frábær sigur í dag og hann kom mér mikið á óvart. Bifvélavirkjar McLaren unnu heimavinnuna sína um helgina," sagði Alonso eftir keppnina og hrósaði liðsfélögum sínum. "Það skipti öllu máli að komast framúr Felipe Massa svona fljótt og svo skemmdi ekki fyrir að hafa Hamilton á eftir mér, í stað ökumanna Ferrari," bætti hann við. Þetta reyndist ekki verða dagur Massa því hann missti einnig liðsfélaga sinn Kimi Raikönnen og Nick Heidfield á BMW fram úr sér og hafnaði að lokum í fimmta sæti. Raikönnen varð þriðji og Heidfield fjórði. Eins og áður segir sigraði Alonso örugglega, kom í mark rúmum 17 sekúndum á undan Hamilton, en Raikönnen kom í mark rétt á eftir þeim breska. Heidfeld og Massa voru síðan rúmri hálfri mínútu á eftir Alonso í mark. Alonso er núkominn með tveggja stiga forskot á Raikkönen í stigakeppni ökumanna, hefur hlotið 18 stig eftir að hafa hafnað í 1. og 2. sæti á þeim tveimur mótum sem lokið er. Raikkönen hefur 16 stig en Hamilton er í þriðja sæti með 14 stig. Í keppni bílasmiða hefur McLaren hlotið 32 og er efst en Ferrari er með 23 stig.
Formúla Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira