Innlent

Vænta mikils af samvinnu við Ingibjörgu

Mona Sahlin leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og Helle Thorning-Schmidt leiðtogi danskra jafnaðarmanna segja að jafnaðarmenn á Norðurlöndum vænti mikils af samvinnu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ef Samfylkingin kemst til valda á Íslandi. Þær eru sérstakir gestir á landsfundi flokksins.

Þær Mona og Helle komu til landsins í dag og mættu beint á landsfundinn í Egilshöll. Þrjár konur eru nú formenn jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum og telja þær báðar það ótvírætt skipta máli. Mikilvægt sé að allir geti fundið sig í stjórnmálum, þau séu ekki bara fyrir karlmenn heldur fyrir alla. Aðspurðar um stöðu jafnaðarmannaflokka voru þær sammála um að hún væri sterk. Væntingarnar væru líka miklar og mikil vinna framundan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×