Samræmd próf burt og fræðsluskylda til 18 ára aldurs 16. apríl 2007 15:35 Starfshópur menntamálaráðherra sem falið var að fara yfir skipulag náms og námsframboðs leggur til að samræmd próf verði lögð niður og að gjaldfrjáls fræðsluskylda verði til 18 ára aldurs. Ráðherra skipaði hópinn í júní 2006 og hefur hann nú skilað ítarlegri skýrslu sem snýr að grunn- og framhaldsskólum.Þar er meðal annars lagt til að breytingar verði gerðar á námskrám og kennsluháttum í grunn- og framhaldsskólum með það að markmiði að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir og undirbúa nemendur betur fyrir líf og starf á 21. öldinni. Þá vill hópurinn að réttur grunnskólanema til að stunda nám í framhaldsskólum samhliða námi í grunnskólanum, eins og sumir hafa gert, verði lögfestur.Þá verði skylt að tryggja rétt nemenda til náms við hæfi í framhaldsskólum til 18 ára aldurs en núverandi kerfi tryggir einungis rétt 16 ára nemenda til að hefja nám í framhaldsskóla.Í námi til stúdentsprófs gerir hópurinn ráð fyrir aukinni jafngildingu bóknáms og verknáms, aukinni ábyrgð einstakra framhaldsskóla á skilgreiningu námsins og auknu vali nemenda. Nemendur fái þannig aukinn rétt til að setja saman nám sitt með hliðsjón af áformum sínum um nám og störf að loknum framhaldsskóla. Þá vill hópurinn að byggt verði ofan á núverandi starfsmenntabrautir, en lagarammi þess er óljós við núverandi aðstæður að mati hópsins.Þá vill starfshópur menntamálaráðherra að ráðgjafa- og stoðkerfi skólanna verði eflt til muna þannig að aukið val nemenda og svigrúm skóla til að móta námsframboð sitt nýtist í þágu betri og meiri menntunar.Skýrslu starfshópsins má nálgast í heild sinni hér. Kosningar 2007 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Starfshópur menntamálaráðherra sem falið var að fara yfir skipulag náms og námsframboðs leggur til að samræmd próf verði lögð niður og að gjaldfrjáls fræðsluskylda verði til 18 ára aldurs. Ráðherra skipaði hópinn í júní 2006 og hefur hann nú skilað ítarlegri skýrslu sem snýr að grunn- og framhaldsskólum.Þar er meðal annars lagt til að breytingar verði gerðar á námskrám og kennsluháttum í grunn- og framhaldsskólum með það að markmiði að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir og undirbúa nemendur betur fyrir líf og starf á 21. öldinni. Þá vill hópurinn að réttur grunnskólanema til að stunda nám í framhaldsskólum samhliða námi í grunnskólanum, eins og sumir hafa gert, verði lögfestur.Þá verði skylt að tryggja rétt nemenda til náms við hæfi í framhaldsskólum til 18 ára aldurs en núverandi kerfi tryggir einungis rétt 16 ára nemenda til að hefja nám í framhaldsskóla.Í námi til stúdentsprófs gerir hópurinn ráð fyrir aukinni jafngildingu bóknáms og verknáms, aukinni ábyrgð einstakra framhaldsskóla á skilgreiningu námsins og auknu vali nemenda. Nemendur fái þannig aukinn rétt til að setja saman nám sitt með hliðsjón af áformum sínum um nám og störf að loknum framhaldsskóla. Þá vill hópurinn að byggt verði ofan á núverandi starfsmenntabrautir, en lagarammi þess er óljós við núverandi aðstæður að mati hópsins.Þá vill starfshópur menntamálaráðherra að ráðgjafa- og stoðkerfi skólanna verði eflt til muna þannig að aukið val nemenda og svigrúm skóla til að móta námsframboð sitt nýtist í þágu betri og meiri menntunar.Skýrslu starfshópsins má nálgast í heild sinni hér.
Kosningar 2007 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira