Körfuboltagoðsögnin Jerry West tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies í NBA deildinni í sumar. West er einn besti leikmaður í sögu NBA og gerði það gott hjá LA Lakers bæði sem leikmaður og síðar framkvæmdastjóri þar sem hann vann samtals 8 meistaratitla. Hann er 69 ára gamall og sagðist í yfirlýsingu vera orðinn of gamall til að snúast í hringiðu deildarinnar.