Fótbolti

Veisluhöldum aflýst í Mílanó

Totti og félagar stöðvuðu sigurgöngu Inter í dag
Totti og félagar stöðvuðu sigurgöngu Inter í dag AFP

Inter Milan náði ekki að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í dag eins og til stóð þegar liðið steinlá 3-1 á heimavelli fyrir Roma. Þetta var fyrsta tap Inter á leiktíðinni en liðið hefur þó enn mjög örugga forystu á toppnum. Roma fór langt með að tryggja sér annað sætið í deildinni með sigrinum. AC Milan burstaði Ascoli 5-2 á útivelli og tryggði stöðu sína í fjórða sætinu, sem gefur sæti í Meistaradeildinni.

Roma náði forystu í leiknum rétt fyrir hlé með marki Simone Perrotta, en varnarmaðurinn Marco Materazzi jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu á 52. mínútu eftir að Adriano virtist hafa látið sig detta í teignum. Fátt benti til þess að Inter tapaði fyrsta leik sínum á leiktíðinni eftir það, en Francesco Totti skoraði beint úr aukaspyrnu á 88. mínútu og varamaðurinn Cassetti innsiglaði sigur liðsins í uppbótartíma.

Leikur Ascoli og AC Milan var mjög fjörugur en þar komust gestirnir í 4-1 fyrir hlé. Gilardino og Kaka skoruðu tvö mörk hvor og Clarence Seedorf eitt, en Luigi Di Biagio og Stefano Guberti svöruðu fyrir heimamenn.

Roma hefur 81 stig í efsta sæti deildarinnar, Roma 68 í öðru, Lazio 57 í þriðja sæti og AC Milan hefur 53 stig í fjórða sætinu. Palermo og Empoli hafa 49 stig í 5. og 6. sætinu. 

Úrslit dagsins:

Ascoli 2 - Milan 5

Inter 1 - Roma 3

Livorno 2 - Cagliari 1

Lazio 0 - Chievo 0

Empoli 2 - Atalanta 0

Parma og Fiorentina mætast í kvöld 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×