Heimamenn í Al Quadisiya náðu forystunni strax á tíundu mínútu með marki frá Julian Quinones áður en Cameron Puertas tvöfaldaði forystu liðsins stuttu fyrir hálfleikshlé.
Quinones var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu leiksins þegar hann skoraði þriðja mark liðsins og á fyrstu mínútu uppbótartíma lagði hann upp fjórða mark liðsins fyrir Pierre-Emerick Aubameyang.
Jóhann Berg Guðmundsson klóraði hins vegar í bakkann fyrir gestina í Al Orubah með marki af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en nær komust gestirnir ekki.
Niðurstaðan því 4-1 sigur Al Qadisiya sem er á leið í 16-liða úrslit bikarsins, en Jóhann Berg og félagar sitja eftir með sárt ennið.