Enn eitt flautumark Leverkusen og Dortmund steinlá Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 19:34 Victor Boniface reyndist hetja Bayer Leverkusen í dag. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayer Leverkusen vann enn einn sigurinn með marki á síðustu andartökum leiksins og Borussia Dortmund steinlá í heimsókn sinni til Stuttgart. Bayer Leverkusen vann dramatískan 4-3 sigur er liðið tók á móti Wolfsburg þar sem gestirnir tóku forystuna strax á fimmtu mínútu þegar Nordi Mukiele varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Florian Wirtz og Jonathan Tah komu heimamönnum í Bayer Leverkusen hins vegar í forystu með mörkum á 14. og 32 mínútu áður en gestirnir snéru taflinu við á nýjan leik með mörkum frá Sebastiaan Bornauw og Mattias Svanberg seint í fyrri hálfleik. Liðsmenn Leverkusen eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og Piero Hincapie jafnaði metin fyrir heimamenn strax í upphafi síðari hálfleiks. Á 88. mínútu komu gestirnir í Wolfsburg sér svo í vandræði þegar Yannick Gerhardt fékk að líta beint rautt spjald. Bayer Leverkusen nýtti sér liðsmuninn og Victor Boniface tryggði liðinu dramatískan 4-3 sigur með marki á þriðju mínútu uppbótartíma. Eftir sigurinn situr Bayer Leverkusen í örðu sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, þremur stigum minna en topplið Bayern München. Wolfsburg situr hins vegar í 13. sæti með þrjú stig. Injury time is now Bayer 04 time. #B04WOB https://t.co/QugMzsdZrM pic.twitter.com/o3UcrDqgeM— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) September 22, 2024 Þá mátti Dortmund þola 5-1 tap er liðið heimsótti Stuttgart, en St. Pauli og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli. Deniz Undav skoraði tvívegis fyrir heimamenn í Stuttgart gegn Dortmund og þeir Ermedin Demirovic, Enzo Millot og El Bilal Toure skoruðu eitt mark hver. Serhou Guirassy skoraði mark gestanna þegar hann minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu. Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Bayer Leverkusen vann dramatískan 4-3 sigur er liðið tók á móti Wolfsburg þar sem gestirnir tóku forystuna strax á fimmtu mínútu þegar Nordi Mukiele varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Florian Wirtz og Jonathan Tah komu heimamönnum í Bayer Leverkusen hins vegar í forystu með mörkum á 14. og 32 mínútu áður en gestirnir snéru taflinu við á nýjan leik með mörkum frá Sebastiaan Bornauw og Mattias Svanberg seint í fyrri hálfleik. Liðsmenn Leverkusen eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og Piero Hincapie jafnaði metin fyrir heimamenn strax í upphafi síðari hálfleiks. Á 88. mínútu komu gestirnir í Wolfsburg sér svo í vandræði þegar Yannick Gerhardt fékk að líta beint rautt spjald. Bayer Leverkusen nýtti sér liðsmuninn og Victor Boniface tryggði liðinu dramatískan 4-3 sigur með marki á þriðju mínútu uppbótartíma. Eftir sigurinn situr Bayer Leverkusen í örðu sæti deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, þremur stigum minna en topplið Bayern München. Wolfsburg situr hins vegar í 13. sæti með þrjú stig. Injury time is now Bayer 04 time. #B04WOB https://t.co/QugMzsdZrM pic.twitter.com/o3UcrDqgeM— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) September 22, 2024 Þá mátti Dortmund þola 5-1 tap er liðið heimsótti Stuttgart, en St. Pauli og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli. Deniz Undav skoraði tvívegis fyrir heimamenn í Stuttgart gegn Dortmund og þeir Ermedin Demirovic, Enzo Millot og El Bilal Toure skoruðu eitt mark hver. Serhou Guirassy skoraði mark gestanna þegar hann minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu.
Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira