Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona 18. apríl 2007 21:04 Leo Messi fór hamförum í kvöld AFP Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun. Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira