Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina 19. apríl 2007 13:15 Leikmenn Golden State stigu stríðsdans í búningsklefanum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 13 ár NordicPhotos/GettyImages Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira