Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild 21. apríl 2007 03:33 Úrslitakeppnin hefst með látum í kvöld og þá verður leikur Detroit og Orlando sýndur beint á NBA TV. Sýn Extra sýnir svo leik Phoenix og LA Lakers annað kvöld klukkan 19 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira