Innlent

Kosningafundur um velferðarmál

MYND/Stefán

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sátu fyrir svörum á opnum fundi um velferðarmál sem hófst klukkan 20 á Grand-hóteli. Bein útsending var frá fundinum á Vísi.

Það eru Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Landsamband eldri borgara sem standa fyrir fundinum. Í pallborði sátu Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Siv Friðleifsdóttir, Guðjón Arnar Kristjánsson, Arndís Björnsdóttir og Ólafur Hannibalsson, fulltrúar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til þingkosninga í vor.

Hér er hægt að sjá útsendingu Vísis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×