Viðskipti innlent

Stærsta sambankalán í sögu Icebank

MYND/Rósa Jóhannsdóttir

Icebank undirritaði í dag 217 milljóna evra sambankalán til þriggja ára hjá 34 evrópskum bönkum. Lánið samsvarar 19 milljörðum íslenskra króna. Fénu verður varið til endurfjármögnunar eldri lána og fjármögnunar áframhaldandi vaxtar bankans. Lánið var undirritað í Berchtesgaden í Þýskalandi.

Icebank leitaði eftir helmingi lægra láni, en vegna mikillar umframeftirspurnar og fjölda áhugasamra fjárfesta er endanleg fjárhæð lánsins rúmlega tvöföld.

Í fréttatilkynningu segir að niðurstaðan staðfesti það mikla traust sem Icebank nýtur erlendis. Þar segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri bankans að hann hafi skilað bestu afkomu í sögu bankans á síðasta ári. Hann sé því vel í stakk búinn til frekari vaxtar.

Lánið leiddu fjórir öflugir evrópskir bankar: þýski bankinn BayernLB, Fortis Bank í Belgíu, HSH Nordbank í Þýskalandi og austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×