Áhugamenn um NBA körfuboltann fá nóg fyrir sinn snúð um helgina þegar úrslitakeppnin heldur áfram af fullum krafti. Stórleikur helgarinnar verður slagur Miami og Chicago á Sýn Extra klukkan 17 á sunnudaginn, en auk þess er NBA TV sjónvarpsstöðin með beina útsendingu á hverju kvöldi. New Jersey tekur á móti Toronto klukkan 23 í kvöld og á miðnætti verður Sýn með útsendingu frá leik Utah og Houston frá í gærkvöldi.
Næstu dagar á NBA TV:
Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00
Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00
Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30