Sex kiðlingar fæddust í Húsdýragarðinum í gær og þykja tíðindin endanlega boða vorkomu. Fjórar kvenkynsgeitur báru kiðlingana sex og var jafnræði milli kynjanna, því þrír hafrar komu í heiminn og þrjár huðnur, eða geitastelpur. Hafurinn Brúsi er faðir allra kiðlinganna, en mæðurnar eru Perla, Snotra, Dáfríð og Ísbrá.
Geitur á Íslandi teljast í útrýmingarhættu, en þær eru nú um 400 talsins. Þær eru eitt landnámsýranna og í upphafi byggðar var talað um geitina sem kú fátæka mannsins. Þær gáfu bændum mjólk en þurftu ekki eins kjarnmikið fóður og kýrnar.
Áætlað er að sauðburður muni hefjast 8. maí í Húsdýragarðinum.