
Fótbolti
Sannfærandi sigur hjá Real Madrid

Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku deildarinnar í kvöld með öruggum 4-1 sigri á Atletic Bilbao á útivelli. David Beckham lagði upp fyrsta markið fyrir Sergio Ramos, Ruud Van Nistelrooy skoraði sitt hvoru megin við hálfleikinn og Guti bætti við fjórða markinu á lokamínútunni eftir að heimamenn höfðu minnkað muninn. Real á enn möguleika á spænska meistaratitlinum og hefur leikið ágætis knattspyrnu í undanförnum leikjum.