Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi 6. maí 2007 05:38 Carlos Boozer fór hamförum hjá Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum. NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum.
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira