Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik 7. maí 2007 01:58 Sauma þurfti sex spor í nefið á Steve Nash eftir samstuðið við Tony Parker, en fjarvera hans í lokin var Phoenix dýr NordicPhotos/GettyImages San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld." NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld."
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira