
Körfubolti
Van Gundy ætlar ekki að hætta

Jeff Van Gundy, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segist ekki ætla að hætta að þjálfar eins og fram kom í grein í New York Post um helgina. Hann segist aftur á móti ætla að hugsa sig vel um í sumar og íhuga framhaldið, en hann er með lausa samninga hjá Houston og hefur enn ekki verið boðinn nýr samningur. Lið hans féll úr úrslitakeppninni eftir tap gegn Utah í sjöunda leik um helgina.