Mikil dramatík í Utah 10. maí 2007 04:29 Derek Fisher átti dramatíska innkomu með Utah Jazz í nótt í leik sem bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur fram að færa NordicPhotos/GettyImages Utah hefur náð 2-0 forystu í einvígi sínu við Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir dramatískan sigur í framlengingu í nótt 127-117. Derek Fisher mætti ekki í leikinn fyrr en í síðari hálfleik eftir að hafa flogið frá New York þar sem dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð. Fisher spilaði stóra rullu undir lokin og skoraði öll fimm stig sín í framlengingunni. Hafi fyrsti leikur liðanna verið spennandi, fór dramatíkin á enn hærra stig í leik tvö í nótt. Utah náði oftar en einu sinni yfir 10 stiga forystu í leiknum, en gestirnir skutu sig ávallt til baka með þriggja stiga skotum. Golden State var með leikinn algjörlega í höndum sér í blálokin, en þá kom að framlagi Derek Fisher og Deron Williams. Fisher náði að vinna boltann af Baron Davis með góðum varnarleik og Williams jafnaði leikinn með skoti skömmu fyrir leikslok. Baron Davis hitti ekki úr þriggja stiga skoti um leið og flautan gall og því varð að framlengja í stöðunni 113-113. Í framlengingunni tóku þeir Williams og Fisher upp þráðinn og skoruðu sitt hvora þriggja stiga körfuna og kláruðu leikinn fyrir heimamenn. Utah-liðið getur þó þakkað fyrir að fara nú með 2-0 forystu til Oakland og gestirnir eiga eftir að naga sig í handabökin eftir að hafa kastað frá sér sigrinum í lokin. Utah vann framlenginguna 14-4 Ótrúlegir yfirburðir Jazz í fráköstunum Leikir þessara liða hafa verið frábær skemmtun þó leikstíll þeirra sé gjörólíkur. Golden State skoraði 15 þriggja stiga körfur í leiknum en Utah vann frákastabaráttuna á ótrúlegan hátt 60-32. 60 fráköst Utah er met í úrslitakeppninni. "Við getum ekki unnið þetta lið ef þeir hirða 18 fleiri fráköst en við," sagði Don Nelson þjálfari Golden State eftir fyrsta leikinn - en munurinn í leik tvö var 28 fráköst. Ekki var vitað fyrir leikinn hvort byrjunarliðsmaðurinn Derek Fisher yrði með í leiknum því hann var í leyfi frá liðinu vegna veikinda í fjölskyldu hans. Hann mætti í höllina í þriðja leikhlutanum eftir flug frá New York þar sem ársgömul dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð vegna krabbameins. Brown á sjúkrahús Nýliðinn Dee Brown spilaði í hans stað, en eftir að hafa verið inni á vellinum í nokkrar mínútur lenti hann í samstuði sem endaði með því að félagi hans Mehmet Okur datt ofan á höfuðið á honum. Brown lá þjáður á vellinum og var síðar fluttur á sjúkrahús með meiðsli á hálsi. Rannsóknir á taugakerfi hans sýndu engan skaða, en hann verður á sjúkrahúsi yfir nótt og gengst undir frekari rannsóknir. Þetta kom sérstaklega illa við lið Utah þar sem Deron Williams fékk tvær villur á fyrstu mínútu leiksins og því var endurkoma Fisher liðinu sérlega dýrmæt. Tölfræðin Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah í leiknum, Mehmet Okur skoraði 23 stig og hirti 18 fráköst, Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot og Deron Williams skoraði 17 stig og gaf 14 stoðsendingar. Baron Davis fór sem fyrr hamförum í liði Warriors með 36 stigum og 7 stoðsendingum, Jason Richardson skoraði 27 stig, Stephen Jackson 18 og Al Harrington 17. Þess má geta að Andris Biedrins var frákastahæstur hjá Golden State með 6 fráköst, en hvorki meira né minna en fimm leikmenn Utah hirtu jafnmörg eða fleiri fráköst en hann í leiknum. Fisher orðlaus "Þetta hefur verið ótrúlegur tími. Dóttir mín hefur staðið sig eins og hetja og aðgerðin í New York í dag heppnaðist mjög vel. Ég stökk út úr flugvélinni og beint í leikinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Fisher í miklu uppnámi eftir leikinn. "Ég set alltaf fjölskylduna og trú mína í fyrsta sæti og ég varð að fá leyfi frá konunni til að koma hingað en þjálfarinn og félagarnir tóku mér opnum örmum. Þeir höfðu mig á leikskýrslunni í kvöld og þeir þurftu alls ekki að gera það," sagði Fisher - en hann lék með Golden State í tvö ár áður en hann gekk í raðir Utah. Fyrrum félagar hans hjá Warriors gengu til hans og föðmuðu hann þegar hann kom inn á völlinn í þriðja leikhluta og litlu mátti muna að þakið rifnaði af höllinni vegna fagnaðarláta áhorfenda. Næsti leikur í beinni á föstudagskvöldið Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og þriðji leikurinn verður einnig sýndur beint á stöðinni klukkan eitt aðfaranótt laugardagsins. Þá verður fyrst spilað í Oakland og hætt er við því að þar verði stemmingin og spennan ekki síðri en í leikjunum tveimur í Salt Lake City. Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að lesa um fyrsta leik liðanna. NBA Tengdar fréttir Utah vann nauman sigur á Golden State Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. 8. maí 2007 06:01 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Utah hefur náð 2-0 forystu í einvígi sínu við Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir dramatískan sigur í framlengingu í nótt 127-117. Derek Fisher mætti ekki í leikinn fyrr en í síðari hálfleik eftir að hafa flogið frá New York þar sem dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð. Fisher spilaði stóra rullu undir lokin og skoraði öll fimm stig sín í framlengingunni. Hafi fyrsti leikur liðanna verið spennandi, fór dramatíkin á enn hærra stig í leik tvö í nótt. Utah náði oftar en einu sinni yfir 10 stiga forystu í leiknum, en gestirnir skutu sig ávallt til baka með þriggja stiga skotum. Golden State var með leikinn algjörlega í höndum sér í blálokin, en þá kom að framlagi Derek Fisher og Deron Williams. Fisher náði að vinna boltann af Baron Davis með góðum varnarleik og Williams jafnaði leikinn með skoti skömmu fyrir leikslok. Baron Davis hitti ekki úr þriggja stiga skoti um leið og flautan gall og því varð að framlengja í stöðunni 113-113. Í framlengingunni tóku þeir Williams og Fisher upp þráðinn og skoruðu sitt hvora þriggja stiga körfuna og kláruðu leikinn fyrir heimamenn. Utah-liðið getur þó þakkað fyrir að fara nú með 2-0 forystu til Oakland og gestirnir eiga eftir að naga sig í handabökin eftir að hafa kastað frá sér sigrinum í lokin. Utah vann framlenginguna 14-4 Ótrúlegir yfirburðir Jazz í fráköstunum Leikir þessara liða hafa verið frábær skemmtun þó leikstíll þeirra sé gjörólíkur. Golden State skoraði 15 þriggja stiga körfur í leiknum en Utah vann frákastabaráttuna á ótrúlegan hátt 60-32. 60 fráköst Utah er met í úrslitakeppninni. "Við getum ekki unnið þetta lið ef þeir hirða 18 fleiri fráköst en við," sagði Don Nelson þjálfari Golden State eftir fyrsta leikinn - en munurinn í leik tvö var 28 fráköst. Ekki var vitað fyrir leikinn hvort byrjunarliðsmaðurinn Derek Fisher yrði með í leiknum því hann var í leyfi frá liðinu vegna veikinda í fjölskyldu hans. Hann mætti í höllina í þriðja leikhlutanum eftir flug frá New York þar sem ársgömul dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð vegna krabbameins. Brown á sjúkrahús Nýliðinn Dee Brown spilaði í hans stað, en eftir að hafa verið inni á vellinum í nokkrar mínútur lenti hann í samstuði sem endaði með því að félagi hans Mehmet Okur datt ofan á höfuðið á honum. Brown lá þjáður á vellinum og var síðar fluttur á sjúkrahús með meiðsli á hálsi. Rannsóknir á taugakerfi hans sýndu engan skaða, en hann verður á sjúkrahúsi yfir nótt og gengst undir frekari rannsóknir. Þetta kom sérstaklega illa við lið Utah þar sem Deron Williams fékk tvær villur á fyrstu mínútu leiksins og því var endurkoma Fisher liðinu sérlega dýrmæt. Tölfræðin Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah í leiknum, Mehmet Okur skoraði 23 stig og hirti 18 fráköst, Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot og Deron Williams skoraði 17 stig og gaf 14 stoðsendingar. Baron Davis fór sem fyrr hamförum í liði Warriors með 36 stigum og 7 stoðsendingum, Jason Richardson skoraði 27 stig, Stephen Jackson 18 og Al Harrington 17. Þess má geta að Andris Biedrins var frákastahæstur hjá Golden State með 6 fráköst, en hvorki meira né minna en fimm leikmenn Utah hirtu jafnmörg eða fleiri fráköst en hann í leiknum. Fisher orðlaus "Þetta hefur verið ótrúlegur tími. Dóttir mín hefur staðið sig eins og hetja og aðgerðin í New York í dag heppnaðist mjög vel. Ég stökk út úr flugvélinni og beint í leikinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Fisher í miklu uppnámi eftir leikinn. "Ég set alltaf fjölskylduna og trú mína í fyrsta sæti og ég varð að fá leyfi frá konunni til að koma hingað en þjálfarinn og félagarnir tóku mér opnum örmum. Þeir höfðu mig á leikskýrslunni í kvöld og þeir þurftu alls ekki að gera það," sagði Fisher - en hann lék með Golden State í tvö ár áður en hann gekk í raðir Utah. Fyrrum félagar hans hjá Warriors gengu til hans og föðmuðu hann þegar hann kom inn á völlinn í þriðja leikhluta og litlu mátti muna að þakið rifnaði af höllinni vegna fagnaðarláta áhorfenda. Næsti leikur í beinni á föstudagskvöldið Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og þriðji leikurinn verður einnig sýndur beint á stöðinni klukkan eitt aðfaranótt laugardagsins. Þá verður fyrst spilað í Oakland og hætt er við því að þar verði stemmingin og spennan ekki síðri en í leikjunum tveimur í Salt Lake City. Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að lesa um fyrsta leik liðanna.
NBA Tengdar fréttir Utah vann nauman sigur á Golden State Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. 8. maí 2007 06:01 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Utah vann nauman sigur á Golden State Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. 8. maí 2007 06:01