Getafe burstaði Barcelona

Smálið Getafe gerði sér lítið fyrir og burstaði Barcelona 4-0 í síðari leik liðanna í spænska konungsbikarnum í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitum þar sem liðið mætir Sevilla. Börsungar unnu fyrri leikinn 5-2 og því reiknuðu fáir með hetjulegri endurkomu Getafe í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðasta hálftímann í leiknum eftir að hafa komið inn sem varamaður.