Innlent

Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar í kvöld

MYND/GVA

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í þinghúsinu í kvöld klukkan sex en þar stendur ekki til að ræða sérstaklega hugsanlegt áframahaldandi stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur þingflokksformanns.

Hún segir að fundurinn verði stuttur og að ætlunin sé að fá þingflokkinn saman í fyrsta sinn og þá verði einnig tekin mynd af honum. Það fjölgaði í þingflokknum um þrjá menn frá síðustu kosningum og telur hann nú 25 þingmenn.

Aðspurð hvort annar fundur hefði verið boðaður hjá þingflokknum til þess að ræða hugsanlegt stjórnarsamstarf sagði Arnbjörg að svo væri ekki en það yrði rætt þegar línur færu að skýrast. Formenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir ætli sér nokkra daga til að meta grundvöll áframhaldandi samstarfs. Arnbjörg telur að það eigi að skoða alla möguleika spurð um það hvaða skoðun hún hafi á hugsanlegu stjórnarsamstarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×