Erlent

Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Stefna kínverskra stjórnvalda hefur verið eitt barn á fjölskyldu.
Stefna kínverskra stjórnvalda hefur verið eitt barn á fjölskyldu. MYND/Getty Images
Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta. Þetta er haft eftir nemendum skólans í Bejing News. Vitnað er í ónefndan stjórnarmann skólans sem sagði að um væri að ræða einkaskóla. Þungunarprófið væri hluti af almennu heilsufarsprófi. Hann sagði skólann framkvæma prófið sem skyldu til nemendanna og fjölskyldna þeirra. Kvenkyns nýnemunum er hópað saman á gang og þar sem þeim er gert að láta þvagpróf ganga til læknis. Ef óvenjulegar niðurstöður koma í ljós ber lækninum að tilkynna það tafarlaust til skólans. Sumar stúlknanna sem hafa reynst ófrískar hafa sjálfar boðist til að hætta, en aðrar eru beðnar um að fara. Eitthvað hefur verið um að stúlkur fái “lánað” þvag hjá bekkjarsystrum sínum til að forðast prófið. Aukin hagsæld í Kína hefur haft þau áhrif að losnað hefur um ægivald yfir persónulegum högum Kínverja. Fyrir einungis 20 árum þurfti leyfi yfirvalda fyrir giftingum og barnsburðum. Enn er þó forboðið að fæða barn utan hjónabands í Kína. Stefnu yfirvalda um einungis eitt barn á fjölskyldu er fylgt blint víða í fátækari samfélögum landsins. Mannréttindahópar segja einnig töluvert um þvingaðar fóstureyðingar á þeim svæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×