Erlent

Svíar leystir úr prísund

Óli Tynes skrifar

Þrem Svíum hefur verið sleppt úr haldi í Eþíópíu. Þeir höfðu verið þar í haldi síðan í janúar. Svíarnir voru meðal tuga manna sem voru handteknir þegar þeir flúðu bardagana í Sómalíu. Sænska ríkisstjórnin hafði krafist þess að mönnunum yrði sleppt, nema stjórnvöld í Eþíópíu tilgreindu lagaleg rök fyrir að halda þeim.

Talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins vildi ekki skýra í smáatriðum frá lausn mannanna. Hún sagði þó að ekki hefðu neinar sakir verið bornar á þá. Hún sagði að ráðuneytið hefði einfaldlega hjálpað þeim að komast þeim. Þeir væru sænskir ríkisborgarar og réðu því sjálfir hvert framhaldið yrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×