Erfitt að senda hjálpargögn Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 18:45 MYND/AP Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu. Erlent Fréttir Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu.
Erlent Fréttir Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira