Viðskipti innlent

Fjögurra milljarða jöklabréfaútgáfa í dag

Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf í dag út jöklabréf fyrir fjóra milljarða króna. Bréfin bera 10,25 prósenta vexti og eru á gjalddaga í janúar 2010. Þetta er fyrsta jöklabréfaútgáfan síðan þýski landbúnaðarsjóðurinn KfW gaf út 10 ára bréf fyrir hálfum mánuði.

Útistandandi jöklabréf nema nú 384 milljörðum króna, að því er segir í Vegvísi Landsbankans í dag sem bendir á að ekki sé mikið af bréfum á gjalddaga næstu mánuði.

Þrjú jöklabréf eru á gjalddaga frá júní til ágúst fyrir 19,5 milljarða krónur. Í september eru svo nokkur bréf á gjalddaga fyrir samtals 86 milljarða krónur. Þar af er eitt fyrir 60 milljarða krónur.

Greiningardeild Landsbankans segir góða ávöxtun hafa verið á jöklabréfum í ár en auk mikils vaxtamunar hafi fjárfestar notið góðs af ríflega 13 prósenta styrkingu krónunnar frá því um áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×