LeBron James frábær í sigri Cleveland 28. maí 2007 05:37 Hér má sjá hvað James treður með tilþrifum yfir Rasheed Wallace í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn