LeBron James frábær í sigri Cleveland 28. maí 2007 05:37 Hér má sjá hvað James treður með tilþrifum yfir Rasheed Wallace í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira