U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi.
Guðni Kjartansson gaf út byrjunarliðið í dag og notast við uppstillinguna 4-5-1.
Markvörður: Atli Jónasson
Varnarmenn: Almar Ormarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Halldór Kristinn Halldórsson.
Miðja: Skúli Jón Friðgeirsson, Marko Pavlov, Bjarni Þór Viðarsson, Arnór Smárason, Aron Einar Gunnarsson.
Sókn: Rúrik Gíslason