Innanríkisráðherra Írans hvetur til tímabundinna hjónabanda 2. júní 2007 17:48 Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi. Það var fyrir 15 árum sem fyrst var byrjað að hvetja til bímabundinna hjónabanda. Þáverandi forseti Íran, Hashemi Rafsanjani, sagði að þannig gætu karlar og konur svalað löngunum sínum. Hann sagði ennfremur að fólk þyrfti ekki að hitta prest því nóg væri ef bæði færu með ákveðið vers úr kóraninum og að því loknu væru þau gift. Í dag gera þetta helst ungar konur sem vilja ferðast með kærustum sínum og fá að gista í sama herbergi og þeir. Þrátt fyrir þetta hafa tímabundin hjónabönd valdið ýmsum vandamálum. Þau hafa meðal annars leitt til þess að fjöldinn allur af börnum er óskilgetinn. Karlmenn hafa þá barnað konur og þar sem hjónabandið var tímabundið, neitað að gangast við börnunum. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvernig megi takast á við aukin þorsta ungs fólks í frjálsræði í tilhugalífi. Ein er að þau giftist fyrr og önnur stakk upp á því að sett yrði upp sérstök ríkismistöð sem myndi hjálpa ungu fólki að finna sér maka. Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi. Það var fyrir 15 árum sem fyrst var byrjað að hvetja til bímabundinna hjónabanda. Þáverandi forseti Íran, Hashemi Rafsanjani, sagði að þannig gætu karlar og konur svalað löngunum sínum. Hann sagði ennfremur að fólk þyrfti ekki að hitta prest því nóg væri ef bæði færu með ákveðið vers úr kóraninum og að því loknu væru þau gift. Í dag gera þetta helst ungar konur sem vilja ferðast með kærustum sínum og fá að gista í sama herbergi og þeir. Þrátt fyrir þetta hafa tímabundin hjónabönd valdið ýmsum vandamálum. Þau hafa meðal annars leitt til þess að fjöldinn allur af börnum er óskilgetinn. Karlmenn hafa þá barnað konur og þar sem hjónabandið var tímabundið, neitað að gangast við börnunum. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvernig megi takast á við aukin þorsta ungs fólks í frjálsræði í tilhugalífi. Ein er að þau giftist fyrr og önnur stakk upp á því að sett yrði upp sérstök ríkismistöð sem myndi hjálpa ungu fólki að finna sér maka.
Erlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira