Allt í plati Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:30 Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi. Erlent Fréttir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni. Þegar þátturinn var kynntur fyrir skömmu var greint frá því að dauðvona kona, Lísa að nafni, ætlaði að gefa úr sér nýra. Hún ætlaði sér að velja milli þriggja sjúklinga sem þurftu á nýju nýra að halda. Þátturinn vakti mikið umtal víða um heim löngu áður en hann fór í loftið og fordæmdu hollensk stjórnvöld athæfið. Það var svo í gærkvöldi sem hann var sýndur og biðu fjölmargir hollendingar spenntir við sjónvarpsskjáinn. Þegar Lisa ætlaði að tilkynna hver fengi nýrað greip þáttastjórnandi framí fyrir henni og sagði tilgang þáttarins að vekja athygli á vanda líffæraþega í Hollandi. Patrick Lodiers, þáttarstjórnandi, sagði ekki ætlunina að gefa nýra, jafnvel framleiðendur teldu það of langt gengið. Hann greindi frá því að Lísa heiti í raun Leonie, hún væri leikkona við hestaheilsu. Hann sagði mögulegu þegana þrjá, Esther Claire, Vincent og Charlotte, hafa tekið þátt í ráðabrugginu. Þau séu ekki leikarar heldur raunverulegir sjúklingar. Framleiðendur og þátttakendur í þættinum segja stjórnvöld hafa setið aðgerðalaus hjá meðan líffæragjöfum hafi fækkað og biðlistar lengst. Fjórtán hundruð Hollendingar biðu nú eftir líffærum til ígræðslu og óvíst hver framtíð þeirra yrði. Esther Claire, einn þátttakenda í þættinum, segir að reynt hafi verið að auglýsa til að fjölga líffæragjöfum, bæklingar gefnir út og veggspjöld birt. Það hafi ekki hjálpa. Eitthvað harkalegt hafi þurft að gera til að vekja fólk af værum svefni. Flestir líffæraþegar í Hollandi eru ánægðir með framtakið. Talsamður samtaka hollenskra nýrnaþega sagði þetta vel heppnað. Málið hafi þurft að fá umfjöllun sem hafi fengist. Runólfur Pálsson, læknir á nýrnadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, hefur grætt nýru í sjúklinga hér á landi. Hann segir nýru það líffæri sem oftast séu grædd í fólk og hér á landi séu sjötíu prósent gjafa lifandi sem sé hærra en annars staðar. Líffæragjafir frá látnum séu sjaldgæfari hér en þó hafi líffæri fengist úr sex látnum gjöfum í fyrra. Hann segir þörfinni fyrir líffæri á Íslandi verið svarað vel. Engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni, en hægt sé að útvega líffæri í flesta sem þess þurfi.
Erlent Fréttir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira