Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því þýska í kvöld í vináttuleik. Leikurinn fer fram klukkan 20:00 og verður leikinn í Framheimilinu. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í Vestmannaeyjum en því var breytt.
Liðin mætast einnig á föstudaginn í Laugardalshöllinni og hefst sá leikur einnig klukkan 20:00.