Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 18:45 Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira