Forráðamenn Real hafa áhyggjur af meiðslum Beckham

Forráðamenn Real Madrid hafa nú staðfest að David Beckham verði mjög tæpur fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku deildinni um helgina eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik Eista og Englendinga í gærkvöld. Beckham á nú góða möguleika á að vinna sinn fyrsta og eina titil með Real síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2003.