Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio 8. júní 2007 04:18 Cleveland fann aldrei svar við gegnumbrotum og hraða Tony Parker í nótt, en hann skoraði 27 stig og leiddi kennslustund heimamanna AFP San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira