Viðskipti innlent

Sensa hlýtur viðurkenningu frá Cisco Systems

Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa, er hún tók við viðurkenningu fyrir hönd Sensa þegar það lenti í fyrsta sæti yfir fyrirtækisins ársins í flokki minni fyrirtækja í fyrra.
Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa, er hún tók við viðurkenningu fyrir hönd Sensa þegar það lenti í fyrsta sæti yfir fyrirtækisins ársins í flokki minni fyrirtækja í fyrra.
Á árlegri ráðstefnu sem haldin er fyrir samstarfsaðila Cisco Systems var Sensa veitt viðurkenning sem besti Cisco Silver Partner ársins á Norðurlöndum.

Niels Christian Furu, framkvæmdastjóri Cisco á Norðurlöndum, sagði við tækifærið að á síðasta fjárhagsári hafi Sensa náð að vaxa umtalsvert og væri nú stærsti samstarfsaðili fyrirtækisins á Íslandi, jafnt sem á samanlögðu markaðsvæði Noregs og Íslands. Árangurinn taldi hann fyrst og fremst felast í hæfu starfsfólki ásamt áherslu Sensa á að selja fyrirtækjum á Íslandi samhæfðar samskiptalausnir frá Cisco.

Haft er eftir Valgerði H. Skúladóttur, framkvæmdastjóra Sensa, að þetta sé ánægjuleg staðfesting á því að sú stefna sem Sensa hafi markað sér við að veita góða og faglega sérfræðiþjónustu í IP-netlausnum sé að skila fyrirtækinu og viðskiptavinum þess góðum árangri.

Sensa ehf. er sérfræðifyrirtæki á sviði IP-netlausna og eru starfsmenn átján talsins.Í apríl á þessu ári seldu eigendurnir alla hluti sína til Símans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×