
Handbolti
Fín staða hjá íslenska liðinu í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í fyrri leik Íslands og Serbíu í umspili um laust sæti á EM í Noregi á næsta ári. Íslensku strákarnir hafa yfir 14-13 og hafa í fullu tré við heimamenn sem eru ákaft studdir af áköfum áhorfendum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur staðið vaktina vel í markinu og er kominn með 12 varin skot. Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa verið atkvæðamestir í markaskorun íslenska liðsins með 4 mörk hvor.