Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas 11. júní 2007 04:23 Cleveland hefur ekkert svar fundið við frábærum leik Tony Parker til þessa í einvíginu. Hann skoraði 30 stig í nótt og keyrir hér framhjá Daniel Gibson AFP San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.
NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira