San Antonio með aðra höndina á titlinum 13. júní 2007 05:25 LeBron James og félagar þurfa nú að gera nokkuð sem engu liði í sögu NBA hefur tekist - að koma til baka eftir að lenda undir 3-0 AFP San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum. NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í afar vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu gegn Cleveland Cavaliers í NBA deildinni eftir 75-72 sigur í þriðja leik liðanna í Cleveland í nótt. San Antonio leiðir nú 3-0 í einvíginu og Cleveland verður að gera nokkuð sem engu liði í sögunni hefur tekist ef það á að hampa titlinum. Skemmst er frá því að segja að leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað og var þetta annað lægsta stigaskor sem sést hefur í leik í úrslitum frá upphafi. Gestirnir í San Antonio höfðu nauma forystu lengst af leik þrátt fyrir villuvandræði Tim Duncan. Leikstjórnandinn Tony Parker hafði verið óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjunum en var lengi í gang í nótt með nýliðann Daniel Gibson sér til varnar þar sem Larry Hughes sat spariklæddur á hliðarlínunni vegna meiðsla. Parker var þó stigahæstur í San Antonio með 17 stig, Tim Duncan skoraði 14 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Bruce Bowen skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst. Brent Barry skoraði 9 stig og Manu Ginobili var fjarri sínu besta og skoraði aðeins þrjú stig - en þau reyndust þó mikilvæg og komu úr vítaskotum þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. LeBron James fékk tækifæri til að jafna leikinn fyrir Cleveland þegar 5,5 sekúndur voru eftir, en skot hans rataði ekki rétta leið. Hann vildi meina að Bruce Bowen hefði brotið á sér í lokaskotinu - og kann að hafa nokkuð fyrir sér í því. Hann fékk þó ekkert fyrir sinn snúð og segja má að heimamenn hafi ekki átt mikið skilið út úr leiknum í nótt því þeir spiluðu einfaldlega illa. Skyttur Cleveland voru hreint út sagt úti á túni og nýttu aðeins 3 af 19 þriggja stiga skotum sínum. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig, Drew Gooden skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst og miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 18 fráköst - þar af 10 í sókninni. "Þessi sigur breytir í raun engu fyrir okkur," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Við þurfum að ná í einn sigur í viðbót, hvernig sem við förum að því - og þessir gaurar eru ekkert að fara að gefa okkur hann. Þeir vilja ekki láta sópa sér út í úrslitunum. Leikur þrjú er venjulega erfiðasti leikurinn í svona einvígi, en sá fjórði er ekki síður erfiður því þá kemur örvænting í mótherjann," sagði Duncan. San Antonio getur unnið þriðja titil sinn á fimm árum með sigri í fjórða leiknum í Cleveland á fimmtudagskvöldið og fjórða titilinn síðan 1999. Ef svo færi yrði það í fyrsta skipti sem San Antonio vinnur úrslitaeinvígi 4-0, en það er ekki algengt í úrslitaeinvígi NBA. Síðasta lið til að sópa andstæðingi sínum í úrslitum var LA Lakers þegar liðið vann New Jersey 4-0 árið 2002. Þar áður vann Houston 4-0 sigur á Orlando í úrslitunum árið 1995. Verði San Antonio meistari í ár verður liðið aðeins hið fjórða í sögu NBA með fjóra eða fleiri meistaratitla ásamt Boston (16), LA Lakers (14) og Chicago (6). Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum. Smelltu á tengla hér fyrir neðan til að sjá umfjöllun um fyrri viðureignir liðanna í lokaúrslitunum.
NBA Tengdar fréttir Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Sjá meira
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. 8. júní 2007 04:18
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11. júní 2007 04:23