Hamas herðir tökin á Gaza Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 11:06 Vígamenn Hamas sjást hér ganga um götur Gaza í morgun. MYND/AFP Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Erlent Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess.
Erlent Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira