Níu létu lífið í sprengingu á Filippseyjum
Að minnsta kosti níu manns létu lífið í sprengingu í strætisvagni á suðurhluta Filippseyja í morgun. Ekki er vitað hveru margir særðust. Sprengjan sprakk í strætisvagni sem var fullur af fólki í bænum Bansalan klukkan tíu í morgun. Enn hefur enginn sagst bera ábyrgð á árásinni en verið er að rannsaka hvort að múslimskir vígamenn eða glæpahópar hafi staðið á bak við hana.