Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Guðjón Helgason skrifar 15. júní 2007 12:15 Liðsmenn Hamas á Gaza fagna sigri. MYND/AP Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi. Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi.
Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira