Arabaþjóðir fordæma ástandið á Gaza og vesturbakka Palestínu og hafa lýst yfir stuðningi við Mahmoud Abbas forseta landsins. Fatah hreyfing forsetans hefur verið bolað frá völdum og Hamas-liðar hafa lagt undir sig Gasa svæðið eftir vikulöng blóðug átök þar sem talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið.
Utanríkisráðherrar Arabaríkja funduðu í Caíró í Egyptalandi hvöttu Hamas og Fatah til að enda átökin og hefja samvinnu. Einn lykilmaður í forystu Hamas segist enn viljugur til að vinna með Abbas forseta.
Hamasliðar hafa lýst því yfir að skipun í forsætisráðherraembætti sé ógild. Abbas forseti skipaði í gær hinn óháða Salam Fayad í embætti forsætisráðherra. Ismail Hanya úr röðum Fatah neitar hins vegar að láta af forsætisráðherraembættinu.
Arabaþjóðir styðja Abbas forseta

Mest lesið


„Ástandið er að versna“
Erlent


„Þetta er salami-leiðin“
Innlent



Gunnlaugur Claessen er látinn
Innlent


