Síðasta umferðin í spænsku deildinni verður spiluð á morgun. Mikil spenna er í deildinni en þrjú lið geta tryggt sér Spánartitilinn á morgun. Real Madrid og Barcelona eru jöfn með 73 stig en Madrid hefur betur vegna innbyrðis viðureigna. Sevilla er svo í þriðja sæti með 71 stig og með sigri geta þeir tryggt sér titilinn svo lengi sem Barcelona og Real Madrid tapi sínum leikjum.
Leikir morgundagsins:
Osasuna - Atl. Madrid
Santander - Real Betis
Real Madrid - Real Mallorca
Recreativo H. - Zaragoza
Sevilla - Villarreal
Gimnastic - Barcelona
Espanyol - Dep.La Coruna
Athletic Bilbao - Levante
Celta Vigo - Getafe
Valencia Real Sociedad