Konur sem eiga tvíburabróður eru ólíklegri til að giftast og eignast börn. Ástæðan gæti verið sú að þær voru berskjaldaðar fyrir testósteróni bræðra sinna á meðan þau voru í móðurkviði.
Þetta er niðurstaða rannsóknar sem fræðimenn í Háskólanum í Sheffield og Háskólanum í Turku unnu saman. Hún byggðist á gögnum frá nítjándu og tuttugustu öld.
Samkvæmt rannsókninni eru 25% minni líkur á því að konur sem eiga tvíburabróður eignist börn. Þær sem eignast börn eiga tvöfalt færri börn en þær konur sem eiga tvíburasystur. Þá eru 15% minni líkur á því að konur sem eiga tvíburabróður giftist.