Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í viðtali í morgun að stjórn hans myndi samþykkja hernaðaraðgerðir í norðurhluta Írak til þess að berjast gegn kúrdískum uppreisnarmönnum ef það teldist nauðsynlegt. Hann sagði það nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir frekari árásir frá PKK uppreisnarmönnum Kúrda sem hafa aðsetur í norðurhluta Íraks.
Tyrkir hafa lagt mikla áherslu á að stjórnvöld í Írak og Bandaríkjunum efni loforð sín um að berjast gegn PPK en Erdogan segist hafa sínar efasemdir um það. Engu að síður segist hann vonast eftir því besta.