Johnston var rænt að meðlimum Her Íslams á leið heim úr vinnu í Gaza-borg. Talið var að honum yrði sleppt á dögunum en ekkert varð úr því og er hann því enn í haldi mannræningjanna. Fyrr í mánuðinum birtu mannræningjarnir myndbandsupptöku af Johnston þar sem hann sagði að vel væri komið fram við hann.
Um 170 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til mannræningjanna þess efnis að Johnston verði sleppt úr gíslingu. Stuðningsvökur munu verða haldnar um allan heim í dag.