Ísland með Svíum, Frökkum og Slóvökum á EM-2008 22. júní 2007 18:30 MYND/Valli Búið er að draga í riðla fyrir Evrópukeppnina í handknattleik sem fram fer í Noregi í janúar og febrúar á næsta ári. Ísland leikur í D-riðli með Svíum, Frökkum og Slóvökum. Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir riðilinn mjög erfiðan en það sé allt hægt og bendir á að Ísland hefur bæði unnið Frakka og Svía nýlega. „Þetta er mjög erfiður riðill eins og við var að búast í þessu móti, við vitum allt um styrk Frakka og Svía. Slóvakar eru hinsvegar óskrifað blað. Við höfum unnuð bæði Frakka og Svía nýlega þannig að það er allt hægt. Ég tel möguleika okkar á því að komast í milliriðil góða, það er að segja að lenda í fyrstu þremur sætum riðilsins," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtalið við Vísi.is. Um val Norðmanna á riðli sagði Einar „Það kom ekkert á óvart, þeir forðast Svíana en sjá möguleika á móti Rússum og Svartfellingum." D-riðill sem Ísland leikur í fer fram í Þrándheimi og verður fyrsti leikurinn gegn Svíum þann 17. janúar, því næst er leikið við Slóvaka 18. eða 19. janúar og svo þann 20. við Frakka. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla keppninnar. Í A-riðli Leika Króatar, Slóvenar, Pólverjar og Tékkar. Í B-riðli leika Danir, Rússar, Norðmenn og Svartfellingar. Í C-riðli leika Spánverjar, Þjóðverjar, Ungverjar og Hvít-Rússar. Styrkleikaflokkar og útdrátturinn 1. Styrkleikaflokkur: Frakkland, Spánn, Danmörk og Króatía 2. Styrkleikaflokkur: Þýskaland, Rússland, Ísland og Slóvenía 3. Styrkleikaflokkur: Pólland, Noregur, Slóvakía og Ungverjaland 4. Styrkleikaflokkur: Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Svíþjóð og Tékkland Ekkert lið gat mætt liði úr sama styrkleikaflokki í riðlakeppninni. Fyrst var dregið í alla riðla úr 1,2 og 4 styrkleikaflokk, en þá máttu gestgjafarnir Norðmenn velja sér riðil áður en 3. styrkleikaflokkur var kláraður. Punktar Svartfjallaland tekur þátt í fyrsta sinn í sögu keppninnar Svíþjóð er aftur með eftir að hafa mistekist að komast í keppnina fyrir tveimur árum Riðlarnir verða spilaðir í Bergen, Drammen, Stavangri og Þránheimi Milliriðlar verða spilaðir í Stavangri og Þrándheimi Úrslitaleikirnir verða spilaðir í Lilleheimer Heimasíða keppninnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Búið er að draga í riðla fyrir Evrópukeppnina í handknattleik sem fram fer í Noregi í janúar og febrúar á næsta ári. Ísland leikur í D-riðli með Svíum, Frökkum og Slóvökum. Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir riðilinn mjög erfiðan en það sé allt hægt og bendir á að Ísland hefur bæði unnið Frakka og Svía nýlega. „Þetta er mjög erfiður riðill eins og við var að búast í þessu móti, við vitum allt um styrk Frakka og Svía. Slóvakar eru hinsvegar óskrifað blað. Við höfum unnuð bæði Frakka og Svía nýlega þannig að það er allt hægt. Ég tel möguleika okkar á því að komast í milliriðil góða, það er að segja að lenda í fyrstu þremur sætum riðilsins," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtalið við Vísi.is. Um val Norðmanna á riðli sagði Einar „Það kom ekkert á óvart, þeir forðast Svíana en sjá möguleika á móti Rússum og Svartfellingum." D-riðill sem Ísland leikur í fer fram í Þrándheimi og verður fyrsti leikurinn gegn Svíum þann 17. janúar, því næst er leikið við Slóvaka 18. eða 19. janúar og svo þann 20. við Frakka. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla keppninnar. Í A-riðli Leika Króatar, Slóvenar, Pólverjar og Tékkar. Í B-riðli leika Danir, Rússar, Norðmenn og Svartfellingar. Í C-riðli leika Spánverjar, Þjóðverjar, Ungverjar og Hvít-Rússar. Styrkleikaflokkar og útdrátturinn 1. Styrkleikaflokkur: Frakkland, Spánn, Danmörk og Króatía 2. Styrkleikaflokkur: Þýskaland, Rússland, Ísland og Slóvenía 3. Styrkleikaflokkur: Pólland, Noregur, Slóvakía og Ungverjaland 4. Styrkleikaflokkur: Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Svíþjóð og Tékkland Ekkert lið gat mætt liði úr sama styrkleikaflokki í riðlakeppninni. Fyrst var dregið í alla riðla úr 1,2 og 4 styrkleikaflokk, en þá máttu gestgjafarnir Norðmenn velja sér riðil áður en 3. styrkleikaflokkur var kláraður. Punktar Svartfjallaland tekur þátt í fyrsta sinn í sögu keppninnar Svíþjóð er aftur með eftir að hafa mistekist að komast í keppnina fyrir tveimur árum Riðlarnir verða spilaðir í Bergen, Drammen, Stavangri og Þránheimi Milliriðlar verða spilaðir í Stavangri og Þrándheimi Úrslitaleikirnir verða spilaðir í Lilleheimer Heimasíða keppninnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni